Jól í Vatnajökulsþjóðgarði
Starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs sendir hlýjar hátíðarkveðjur til landsmanna og óskar þeim gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári. Við vekjum athygli á breyttum opnunartíma í gestastofum yfir hátíðarnar.
Nú yfir dimmustu vetrarmánuðina biðjum við gesti okkar að ferðast með gát og huga vel að veðri og aðstæðum hverju sinni. Á fjölsóttustu svæðum þjóðgarðsins er veitt þjónusta í gestastofum allt árið í formi fræðslu og upplýsinga. Við vekjum þó athygli á breyttum opnunartíma í gestastofum yfir hátíðirnar.
Gígur Gestastofa
- 24. desember: 10–14
- 25.-27 desember: Lokað
- 28.–31. desember: 10–14 (venjulegur opnunartími)
- 1. janúar: Lokað
Gljúfrastofa Gestastofa
- Lokað frá 20. desember til 2. janúar
Skaftafellsstofa Gestastofa
- 24. desember: 10–14
- 25. desember: 12–16
- 26.–30. desember: 10–17 (venjulegur opnunartími)
- 31. desember: 10–16
- 1. janúar: 12–16
Skaftárstofa
- 24.–26. desember: 09–13
- 27.–30. desember: 09–17 (venjulegur opnunartími)
- 31. desember og 1. janúar: 09–13
Snæfellstofa
- Yfir vetrartímann er opið eftir samkomulagi.
Við hvetjum gesti til að skipuleggja ferðir sínar vel og fara varlega á ferðalögum sínum.