Jólastund á vetrarsólstöðum
Landverðir á Breiðamerkursandi bjóða upp á jólaglögg, kaffi og piparkökur við Jökulsárlón á laugardag og sunnudag næst komandi, 21. og 22. desember kl. 11-12. Jólasveinar á vegum Björgunarfélags Hornafjarðar kíkja við á laugardeginum með gott í poka.
Við hvetjum fólk til að gera sér ferð út að Jökulsárlóni og njóta útiveru og vetrarríkisins á þessum stystu dögum ársins en Vetrarsólstöður verða þann 21. desember kl 09.20, eftir það tekur daginn að lengja á ný.
Á vef íslenska almanaksins segir eftirfarandi um Vetrarsólstöður:
Sólstöður eða Sólhvörf er sú stund þegar sól fer lengst frá miðbaug himins til norðurs eða suðurs.
Sólstöður eru tvisvar á ári. Sumarsólstöður á tímabilinu 20.-22. júní þegar sólargangurinn er lengstur og Vetrarsólstöður 20.-23. desember þegar hann er stystur. Breytileiki dagsetninganna stafar fyrst og fremst af Hlaupársdögum.