Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Jón Helgi Björnsson nýr stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur skipað Jón Helga Björnsson sem formann stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs frá og með 1. janúar 2023.

9. janúar 2023
Jón Helgi Björnsson, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs.
Jón Helgi Björnsson, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs.

Jón Helgi er líffræðingur að mennt og með MBA gráðu frá University of Manchester. Hann starfar sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og hefur langa reynslu af stjórnun í opinberum rekstri og í atvinnulífinu. Jón Helgi er búsettur á Laxamýri í Þingeyjarsýslu.

Jón Helgi tekur við stöðu stjórnarformanns af Auði H. Ingólfsdóttur sem lét af störfum um áramótin að eigin ósk. Auður hefur gengt starfi stjórnarformanns frá mars 2020 á miklum mótunartíma í starfi þjóðgarðsins og mun hún á næstu misserum koma fyrir hönd ráðuneytisins að öðrum verkefnum sem tengjast þjóðgarðinum.

Vatnajökulsþjóðgarður býður Jón Helga hjartanlega velkominn til starfa og þakkar Auði kærlega fyrir farsælt og ánægjulegt samstarf.