Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Lagfæringar á Sauðakofaslóð

Sauðakofaslóð á Vesturöræfum er ein af þessum fáförnu en þörfu leiðum innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veiðar, bústörf, ferðaþjónustu og ferðamennsku. Hluti slóðarinnar hefur verið lokaður í nokkur ár vegna slæms ástands og ófærðar. Nú horfir til bóta þar sem Vatnajökulsþjóðgarður hefur staðið fyrir lagfæringum á slóðinni með aðkomu styrkvegasjóðs Vegagerðarinnar.

13. október 2022

Útsýni til Brúarjökuls og Kverkfjalla frá Sauðakofaslóð. Mynd: Sveinn Ingimarsson

Vegakerfi Vatnajökulsþjóðgarðs nær yfir 1.000 km. Flestir veganna eru færir öllum farartækjum en á mörgum svæðum, einkum á hálendinu, má finna vegi sem í daglegu tali mætti kalla slóðir og eru eingöngu færar stærri, og jafnvel sérútbúnum jeppum. Ein þessara slóða er Sauðakofaslóð, um 8 km leið frá Hálslónsvegi að Sauðárhnjúkum (slóðin innan rauða hringsins á korti). Slóðin er skilgreind sem torleiði sé miðað við flokkun Vegagerðarinnar.

Vegna slæms ástands og ófærðar hefur Sauðakofaslóð verið lokuð að hluta undanfarin ár í samræmi við ályktun svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.

Myndirnar sem hér fylgja sína glöggt ástæður lokunar. Á mörgum stöðum voru komin mjög djúp för í slóðina, mikil úrrennsli og gróðurskemmdir.

Síðustu tvö sumur hefur Vatnajökulsþjóðgarður fengið verktaka úr Fljótsdal til þess að lagfæra slóðina. Áhersla var lögð á að laga skemmdir á landi, lagfæra úrrennsli og varna því að þau stækki og jafnframt að gera leiðina jeppafæra aftur.

Nýjustu myndirnar sína hversu vel tókst til við úrbæturnar. Unnt var að ráðast í þessar viðgerðir vegna styrks frá styrkvegasjóði Vegagerðarinnar. Umfangið var það mikið að framkvæmdinni var skipt upp í þrjá áfanga. Áfram verður sótt um í sjóðinn til að klára þriðja og síðasta hluta leiðarinnar.

Myndirnar fyrir neðan eru teknar á Sauðakofaslóð. Á báðum samsettu myndum eru myndin vinstra megin frá því fyrir úrbætur (2o2o) og myndin hægra megin frá því eftir úrbætur (2022).

Mynt tekin ,,á milli vaða''.