Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Landmælingar Íslands og Vatnajökulsþjóðgarður efla samstarf á sviði korta- og landupplýsingamála

Nýlega undirrituðu forstjóri Landmælinga Íslands og framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs viljayfirlýsinga á sviði korta- og landupplýsingamála til að nýta sem best styrkleika beggja stofnana.

25. september 2018

Landmælingar Íslands og Vatnajökulsþjóðgarður sinna mikilvægum verkefnum við að skrá og varðveita íslenska náttúru og að stuðla að sjálfbærri þróun á því sviði. Nýlega undirrituðu forstjóri Landmælinga Íslands og framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs viljayfirlýsinga á sviði korta- og landupplýsingamála til að nýta sem best styrkleika beggja stofnana. Viljayfirlýsingin byggir m.a. á þeirri vinnu sem þegar hefur átt sér stað vegna vinnslu korta fyrir umsókn um að Vatnajökulsþjóðgarður komist á heimsminjaskrá. Einnig er mikilvægt markmið opið aðgengi að landupplýsingum á grundvelli laga um grunngerð stafrænna landupplýsinga nr. 44/2011. Síðast en ekki síst er í viljayfirlýsingunni lögð áhersla á að efla samstarf og miðlun þekkingar meðal starfsmanna við öflun, úrvinnslu og miðlun landupplýsinga.