Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Laus störf: Aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar í Mývatnssveit og í Skaftafelli

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir stöðu aðstoðarmanns þjóðgarðsvarðar á hálendi norðursvæðis með aðsetur í Mývatnssveit lausa til umsóknar og stöðu aðstoðarmanns þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli.

4. nóvember 2021

Hjá Vatnajökulsþjóðgarði starfar samheldinn hópur starfsmanna með fjölbreytta reynslu, sem sinnir margvíslegum verkefnum tengdum náttúruvernd og þjónustu við gesti þjóðgarðsins. Að staðaldri eru tæplega 30 manns við starf hjá þjóðgarðinum en yfir sumartímann fer starfsmannafjöldi yfir 100. Meginstarfsstöðvar eru í Ásbyrgi, Mývatnssveit, Skriðuklaustri/Fellabæ, Höfn í Hornafirði, Skaftafelli og Kirkjubæjarklaustri auk miðlægrar skrifstofu á Urriðaholti í Garðabæ. Krafturinn á bak við þjóðgarðinn liggur ekki einungis í einstakri náttúru, heldur einnig í kröftugu og ánægðu starfsfólki.

Aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar í Mývatnssveit

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir stöðu aðstoðarmanns þjóðgarðsvarðar á hálendi norðursvæðis með aðsetur í Mývatnssveit lausa til umsóknar. Leitað er að kraftmiklum einstaklingi með mikla samskiptahæfni, þekkingu og áhuga á náttúruvernd og umhverfismálum. Starfið er fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt.

Nánar hér

Aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir stöðu aðstoðarmanns þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli lausa til umsóknar. Leitað er að kraftmiklum einstaklingi með mikla samskiptahæfni, þekkingu og áhuga á náttúruvernd og umhverfismálum. Starfið er fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt.

Nánar hér