Beint í efni

Laus störf: Landverðir á Breiðamerkursandi

Á Breiðamerkursandi starfa landverðir við fjölbreyttar aðstæður, bæði niðri við sjó og uppi við jökul.

3. júlí 2023
Mynd: Yvon Hoogers

Landverðir á Breiðamerkursandi sinna ýmsum verkefnum, svo sem fræðslu, upplýsingagjöf og eftirliti. Einnig þurfa þeir að vera tilbúnir til þess að sinna ræstingum og öðrum tilfallandi verkefnum á svæðinu öllu. Stór hluti starfsins felst í eftirliti við skriðjökla. Menntun eða reynsla af jöklaferðum er því kostur. Starfsfólki á Breiðamerkursandi býðst að búa á Hrollaugsstöðum í Suðursveit, en þaðan er um 20 mínútna akstur á Jökulsárlón, og um 40 mínútna akstur á Höfn.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf þann 1. september 2023, eða sem fyrst eftir þann tíma.

Hæfniskröfur

  • Þjónustulund, samskiptahæfni, stundvísi og umhverfisvitund
  • Geta til að vinna undir álagi
  • Landvarðaréttindi og að hafa lagt stund á náttúrutúlkun
  • Geta til að tileinka sér þekkingu á þjóðgarðinum og nærsvæðum hans
  • Gott vald á íslensku og ensku. Frekari tungumálakunnátta er kostur
  • Almenn ökuréttindi. Reynsla af akstri breyttra jeppa er kostur
  • Færni í miðlun upplýsinga
  • Verkþekking
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Menntun og reynsla af ferðum á skriðjökla er kostur
  • Fyrstuhjálparréttindi eru kostur
  • Störf á friðlýstum svæðum og starf við leiðsögn, reynsla af útivist og fjallamennsku er kostur.

Sótt er um í gegnum starfatorg.is