Laus störf: Landvörður og þjónustufulltrúi á suðursvæði
Hjá Vatnajökulsþjóðgarði starfar samheldinn hópur starfsmanna með fjölbreytta reynslu, sem sinnir margvíslegum verkefnum tengdum náttúruvernd og þjónustu við gesti þjóðgarðsins.
Hjá Vatnajökulsþjóðgarði starfar samheldinn hópur starfsmanna með fjölbreytta reynslu, sem sinnir margvíslegum verkefnum tengdum náttúruvernd og þjónustu við gesti þjóðgarðsins. Að staðaldri eru tæplega 30 manns við starf hjá þjóðgarðinum en yfir sumartímann fer starfsmannafjöldi yfir 100. Meginstarfsstöðvar eru í Ásbyrgi, Mývatnssveit, Skriðuklaustri/Fellabæ, Höfn í Hornafirði, Skaftafelli og Kirkjubæjarklaustri auk miðlægrar skrifstofu á Urriðaholti í Garðabæ. Krafturinn á bak við þjóðgarðinn liggur ekki einungis í einstakri náttúru, heldur einnig í kröftugu og ánægðu starfsfólki.
Laus störf í boði
Landvörður á suðursvæði
Staða landvarðar í Skaftafelli og á Breiðamerkursandi er laus til umsóknar. Um er að ræða krefjandi, fjölbreytt og skemmtilegt starf sem heyrir undir þjóðgarðsvörð á suðursvæði. Um tímabundna stöðu er að ræða með möguleika á framlengingu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um miðjan janúar.
Umsóknarfrestur er til og með 16. desember 2019.
Þjónustufulltrúi í Skaftafelli
Við leitum að þjónustulunduðum starfsmanni með góða umhverfisvitund til starfa í gestastofu okkar í Skaftafelli. Um tímabundið starf er að ræða með möguleika á framlengingu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um miðjan janúar. Starfið heyrir undir þjóðgarðsvörð á suðursvæði.
Umsóknarfrestur er til og með 16. desember 2019.