Laust starf: Aðstoðarþjóðgarðsvörður í Mývatnssveit - afleysing
Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir að ráða aðstoðarþjóðgarðsvörð á hálendi norðursvæðis með starfsstöð í Mývatnssveit í afleysingu til 12 mánaða vegna fæðingarorlofs.
27. júní 2024
Víti og Askja tilheyra Norðurhálendi Vatnajökulsþjóðgarðs. Mynd: Stefanía Eir Vignisdóttir
Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir að ráða aðstoðarþjóðgarðsvörð á hálendi norðursvæðis með starfsstöð í Mývatnssveit í afleysingu til 12 mánaða vegna fæðingarorlofs. Leitað er að kraftmiklum einstaklingi með mikla samskiptahæfni, þekkingu og áhuga á náttúruvernd og umhverfismálum. Starfið er fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt.
Sótt er um starfið á Starfatorgi og er umsóknarfrestur til og með 8. júlí 2024.
Nánari upplýsingar, helstu verkefni og hæfniskröfur er að finna inná vef Starfatorgs.