Laust starf: Aðstoðarþjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum
Viltu kynnast undraheimum Jökulsárgljúfra betur?
16. október 2023

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir stöðu aðstoðarþjóðgarðsvarðar á norðursvæði lausa til umsóknar, með aðsetur í Ásbyrgi. Leitað er eftir kraftmiklum og úrræðagóðum einstaklingi sem býr yfir næmni og lagni í mannlegum samskiptum og hefur góða þekkingu á náttúru- og umhverfismálum. Starfið er fjölbreytt, krefjandi en um fram allt mjög skemmtilegt.
Umsóknarfrestur er til og með 24.10.2023
Nánari upplýsingar, helstu verkefni og hæfniskröfur er að finna inná Starfatorgi