Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Laust starf: Landvörður á Breiðamerkursandi

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt starf landvarðar á Breiðamerkursandi laust til umsóknar. Leitað er að landverði sem getur hafið störf í desember og starfað fram að vori 2025 með möguleika á framlengingu.

11. nóvember 2024

Í Vatnajökulsþjóðgarði starfar fjölbreyttur hópur af fólki um allt land. Landvarsla er mikilvægur hlekkur í starfi þjóðgarðsins og sinna landverðir eftirliti innan hans og á friðlýstum svæðum.

Starfsfólki á Breiðamerkursandi býðst gisting á Hrollaugsstöðum í Suðursveit, en þaðan er um 20 mínútna akstur á Jökulsárlón, og um 40 mínútna akstur á Höfn.

Sótt er um starfið á Starfatorgi og er umsóknarfrestur til og með 21. nóvember 2024.

Nánari upplýsingar, helstu verkefni og hæfniskröfur er að finna inná vef Starfatorgs.

Ýttu hér fyrir nánari upplýsingar og umsókn.