Laust starf: Mannauðs- og launafulltrúi
Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir laust til umsóknar starf mannauðs- og launafulltrúa í miðlægri stoðþjónustu þjóðgarðsins.
Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir laust til umsóknar starf mannauðs- og launafulltrúa í miðlægri stoðþjónustu þjóðgarðsins. Leitað er að nákvæmum og skipulögðum einstaklingi með góða samskiptafærni. Um nýtt starf er að ræða og gefst viðkomandi tækifæri til að móta starfið og mannauðs- og launamál í þjóðgarðinum í samvinnu við sviðsstjóra fræðslu og mannauðsmála.
Mannauðs- og launafulltrúi tilheyrir sviði fræðslu og mannauðsmála og er sviðsstjóri næsti yfirmaður. Starfið er auglýst án staðsetningar.
Sótt er um starfið á Starfatorgi og er umsóknarfrestur til og með 09.01.2024
Nánari upplýsingar, helstu verkefni og hæfniskröfur er að finna inná vef Starfatorgs.