Laust starf: Sérfræðingur á austurhluta suðursvæðis
Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir laust til umsóknar starfs sérfræðings á austurhluta suðursvæðis þjóðgarðsins með aðsetur á Höfn.
8. apríl 2024

Heinabergsjökull sem tilheyrir austurhluta suðursvæðis / Hólmfríður Jakobsdóttir
Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir laust til umsóknar starfs sérfræðings á austurhluta suðursvæðis þjóðgarðsins með aðsetur á Höfn. Starfsstöðvar svæðisins eru á Höfn, á Breiðamerkursandi og í Lónsöræfum. Starf sérfræðings heyrir beint undir þjóðgarðsvörð á svæðinu. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt heilsársstarf.
Sótt er um starfið á Starfatorgi og er umsóknarfrestur til og með 15. apríl 2024.
Nánari upplýsingar, helstu verkefni og hæfniskröfur er að finna inná vef Starfatorgs.