Laust starf: Sérfræðingur Vatnajökulsþjóðgarðs við Mývatn
Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á norðursvæði, með aðsetur við Mývatn.
27. júlí 2023
Starfsstöðvar rekstrarsvæðisins (norðurhálendi) eru Gígur-gestastofa á Skútustöðum, Drekagil og Herðubreiðarlindir en tenging við Mývatn og ferðaþjónustu á Norðurlandi eystra er jafnframt mikil. Starf sérfræðings heyrir beint undir þjóðgarðsvörð á svæðinu og er unnið í nánu samstarfi við Umhverfisstofnun sem einnig stendur að gestastofunni. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt heilsársstarf.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með gestastofu og þjónustu við gesti á svæðinu.
- Dagleg verkstjórn og umsjón með daglegum rekstri gestastofu og húsnæðisins í samvinnu við þjóðgarðsvörð.
- Gerð og miðlun fræðsluefnis og annarra upplýsinga til gesta og starfsmanna.
- Yfirumsjón með móttöku hópa og skipulagi viðburða í gestastofu.
- Samstarf, eftir því sem við á, við stofnanir, skóla, ferðaþjónustuaðila, félagasamtök, atvinnulíf og aðra hagsmunaaðila í Mývatnssveit og á Norðurlandi (og víðar ef svo ber undir) í samstarfi við næsta yfirmann.
- Önnur tilfallandi verkefni svo sem aðstoð við undirbúning sumarstarfsemi og landvörslutengd verkefni (t.d. eftirlit með innviðum, öryggismál og fleira).
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Áhugi og þekking á náttúruvernd og umhverfismálum.
- Reynsla af landvörslu er kostur.
- Þekking og reynsla á starfsemi þjóðgarða og annarra verndarsvæða er kostur.
- Þekking á friðlýstum svæðum í Þingeyjarsveit er kostur.
- Þekking og reynsla af fræðslumálum og miðlun upplýsinga.
- Þekking á ferðaþjónustu og reynsla af skipulagningu viðburða er kostur.
- Góð skipulagsfærni og verkvit.
- Jákvæðni og áhugi á að takast á við ný og krefjandi störf.
- Rík samskiptahæfni, þjónustulund og sveigjanleiki.
- Sjálfstæði og frumkvæði.
- Góð íslensku- og enskukunnátta, fleiri tungumál eru kostur.
- Gild skyndihjálpar- og ökuréttindi, aukin ökuréttindi eru kostur.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur.
Sótt er um í gegnum starfatorg.is hvar einnig eru fleiri upplýsingar um starfið.