Beint í efni

Lítið hlaup úr Grímsvötnum

Mælingar gefa til kynna að vatn sé farið að renna úr Grímsvötnum og líklegt að það byrji að koma fram í Gígjukvísl á morgun.

10. október 2022

Flogið yfir Grímsvötn - mynd af vef Veðurstofu Íslands

Mælingar gefa til kynna að vatn sé farið að renna úr Grímsvötnum og líklegt að það byrji að koma fram í Gígjukvísl á morgun. Samfara hlaupi getur komið fram gasmengun við jökuljaðar og farveg Gígjukvíslar. Dæmi eru um Grímsvatnagos í kjölfar jökulhlaupa en mun oftar hefur hlaupið án þess að til eldgoss hafi komið. Vísindafólk Veðurstofu og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands fylgjast grannt með gangi mála.

Nánari upplýsingar og stöðuuppfærslur á vefsíðu Veðurstofu Íslands: https://www.vedur.is/um-vi/frettir/litid-hlaup-ur-grimsvotnum