Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Lokað við Dettifoss vestan ár vegna hættulegra aðstæðna

Svæðinu við Dettifoss vestan Jökulsár á Fjöllum hefur verið lokað tímabundið vegna hættulegra aðstæðna.

13. júní 2024
Við Dettifoss 12.júní 2024

Svæðinu við Dettifoss vestan Jöklulsár á Fjöllum hefur verið lokað tímabundið vegna hættulegra aðstæðna. Í óveðrinu, sem gekk yfir landið í síðustu viku, safnaðist mikill snjór á svæðið. Í hlýindum undanfarna daga hefur snjór bráðnað mjög hratt og vatnselgur hefur myndast, mikill krapi er á göngustígum og víða er ótraust að ganga á snjónum þar sem holrými hefur skapast þar undir.

Óvíst er hvenær hægt verður að opna svæðið á ný en hægt er að fylgjast með stöðu mála á Facebook síðum Jökulsárgljúfra og Vatnajökulsþjóðgarðs, og einnig á vefsíðu Vegagerðarinnar.