Málþing um samspil náttúruverndar, samfélags og atvinnulífs
Ný hugsun, ný nálgun er yfirskrift málþings sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið efnir til 19. mars nk. um samspil náttúruverndar, samfélags og atvinnulífs. Á málþinginu verður m.a. fjallað um ýmis verkefni þar sem samfélagsleg áhrif náttúruverndar og friðlýsinga hafa verið rannsökuð.
25. febrúar 2020
Ókeypis er á málþingið en þátttakendur eru beðnir um að skrá sig hér að neðan fyrir 17. mars næstkomandi. Málþingið verður í beinu streymi á vef Stjórnarráðsins og á Facebook-síðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.