Margmenni á ferðaþjónustudeginum 2024
Ferðaþjónustudagurinn var haldinn í Silfurbergi í Hörpu 7. október síðastliðinn.
Dagurinn var haldinn 7. október síðastliðinn í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu, Vatnajökulsþjóðgarð, Umhverfisstofnun og Þingvallaþjóðgarð. Yfirskrift dagsins var álagsstýring á fjölsóttum ferðamannastöðum sem brennur á mörgum eins og gefur að skilja.
Fyrirlestrar voru bæði frá erlendum og innlendum fyrirlesurum ásamt stuttum myndböndum frá Umhverfisstofnun, Þingvallaþjóðgarði og Vatnajökulsþjóðgarði. Einnig voru sýnd ýmis viðtöl við fólk víðsvegar um landið sem tengist ferðaþjónustunni.
Ráðstefnunni var lokað með pallborðsumræðum en í pallborði voru Guðlaugur Þór Þórðarsson og Lilja Dögg Alfreðsdóttir ásamt fulltrúum ferðaþjónustunnar.
Alla fyrirlestra ásamt viðtölum má finna hér.
Vatnajökulsþjóðgarður vill koma fram þökkum til þeirra sem stóðu að skipulaginu ásamt til þeirra fjölmörgu gesta sem lögðu leið sína í Hörpu.