Vatnajökulsþjóðgarður heyrir nú undir Náttúruverndarstofnun. Heimasíða stofnunarinnar er í vinnslu. Lesa meira

Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Náttúruverndarstofnun tekin til starfa

Þann 1. janúar 2025 tók Náttúruverndarstofnun til starfa.

2. janúar 2025

Náttúruverndarstofnun tekur við verkefnum sem snúa að náttúruvernd, lífríkis- og veiðistjórnun hjá Umhverfisstofnun og starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs. Stofnunin fer með stjórnsýslu, eftirlit og önnur verkefni á sviði náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar og á sviði friðlýstra svæða, vernd villtra fugla og spendýra og veiðistjórnunar. Þá sinnir stofnunin samhæfingu í skipulagi svæðisbundinnar stjórnunar og verndar og eftirliti á ofangreindum sviðum.

Heimasíða stofnunarinnar er í vinnslu, en hana má finna hér www.nattura.is. Heimasíða Umhverfisstofnunar verður því aðgengileg fyrst um sinn og búast má við breytingum á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs sem verður áfram aðgengileg sem og heimasíða Snæfellsjökulsþjóðgarðs.