Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Samstarf um stikun slóða á austurhálendi

Nú í sumar hófst samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Ferðaklúbbsins 4x4 og austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs um stikun slóða á austurhálendinu.

13. september 2023

Nú í sumar hófst samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Ferðaklúbbsins 4x4 og austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs um stikun slóða á austurhálendinu. Ferðaklúbburinn átti frumkvæði að verkefninu þegar hann bauð síðastliðið sumar fram aðstoð sína við að sporna við utanvegaakstri á hálendinu.

Laugardaginn 2. september mættu sjálfboðaliðar frá austurlandsdeilds Ferðaklúbbsins og settu niður um 250 vegstikur á leiðinni frá Kárahnjúkavegi að Snæfellsskála og áfram í átt að Brúarjökli. Vegstikun sem þessi styður við náttúruvernd, er talin draga úr utanvegaakstri og eykur öryggi ferðafólks. Þetta á sérstaklega við í ferðalögum að vetri og þegar fennir á svæðinu að sumri. Mikil ánægja var með samstarfið hjá öllum sem að því komu og stefnt er að því að halda því áfram næstu sumur.