Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Nýr kortabæklingur fyrir Jökulsárgljúfur

Fyrir skömmu kom út nýr kortabæklingur fyrir Jökulsárgljúfur og er hann verulega bættur frá fyrri útgáfu.

4. júlí 2018

Fyrir skömmu kom út nýr kortabæklingur fyrir Jökulsárgljúfur og er hann verulega bættur frá fyrri útgáfu. Kort af Jökulsárgljúfrum er í stærri upplausn og það sama á við um sérkort af Ásbyrgi, sem auk þess nær yfir mun stærra svæði en áður.

Í kortabæklingnum eru upplýsingar um þær fjölmörgu gönguleiðir sem liggja um Jökulsárgljúfur, lífríki svæðisins og jarðfræði. Bæklingurinn er í tveimur útgáfum, íslenskri og enskri, fæst í gestastofum Vatnajökuls og Mývatnsstofu, og kostar 300 krónur.

Vinir Vatnajökuls styrktu útgáfuna.

Til baka