Beint í efni

Nýr þjóðgarðsvörður á suðursvæði

Helga Árnadóttir hefur verið ráðin þjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs

1. júní 2018

Helga Árnadóttir hefur verið ráðin þjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Helga hefur starfað hjá Vatnajökulsþjóðgarði frá árinu 2008, fyrst sem aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar á norðursvæði, þá sérfræðingur á suðursvæði og síðast aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar á suðursvæði. Helga er M.Sc. í líffræði frá Háskóla Íslands. Hún tekur við af Regínu Hreinsdóttur sem lætur nú af störfum eftir 10 ár sem þjóðgarðsvörður. Vatnajökulsþjóðgarður og samstarfsmenn vilja þakka Regínu fyrir vel unnið og óeigingjarnt starf á þessum tíma, og um leið óska Helgu velfarnaðar í nýju hlutverki.