Opinn fundur um innleiðingu atvinnustefnu í íshella- og jöklaferðum í Vatnajökulsþjóðgarði
Opinn fundur um innleiðingu á atvinnustefnu í íshella- og jöklaferðum á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs verður haldinn rafrænt á teams fimmtudaginn 18. febrúar kl. 12:00 - 13:30.

Opinn fundur um innleiðingu á atvinnustefnu í íshella- og jöklaferðum á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs verður haldinn rafrænt á teams fimmtudaginn 18. febrúar kl. 12:00 - 13:30.
Tilgangur fundarins er að upplýsa um allar hliðar málsins ásamt því að fulltrúar í stjórn Ferðamálafélags Austur-Skaftafellsýslu (FASK) lýsa sinni upplifun.
Dagskrá fundarins:
- Steinunn Hödd, þjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs
- Tvö erindi frá Ferðamálafélagi Austur-Skaftafellsýslu
- Umræður
Fundarstjóri er Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri og formaður svæðisráðs á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.
Fundurinn er rafrænn.