Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Opnun fræðslustígs og ljósmyndasýningar við Jökulsárlón

Þann 3. júlí sl. var fræðslustígur opnaður við Jökulsárlón. Fræðslustígurinn samanstendur af átta skiltum sem fjalla um náttúru, dýralíf, og landslag svæðisins.

10. júlí 2019

Þann 3. júlí sl. var fræðslustígur opnaður við Jökulsárlón. Verkefnið var styrkt af vinum Vatnajökuls og var unnið af starfsfólki Vatnajökulsþjóðgarðs ásamt vísindamönnum, bæði hér í heimabyggð og annars staðar frá. Fræðslustígurinn samanstendur af 7 skiltum sem fjalla um náttúru, dýralíf, og landslag svæðisins. Áttunda skiltið er væntanlegt síðar.

Við sama tilefni var opnuð ljósmyndasýning með myndum Ragnars Th. Sigurðssonar. Sýningarstjóri er Axel Hallkell Jóhannesson og er sýningin styrkt af Vinum Vatnajökuls sem fagna 10 ára afmæli sínu í ár.

Við opnunina tóku til máls Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Theodór Blöndal formaður stjórnar Vina Vatnajökuls. Þá sögðu Helga Árnadóttir þjóðgarðsvörður á Suðursvæði og Steinunn Hödd Harðardóttir, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar, frá tilurð fræðslustígsins.

Vatnajökulsþjóðgarður vill nota tækifærið og þakka öllum sem komu að gerð fræðslustígsins fyrir aðstoðina, og einnig þakka Vinum Vatnajökuls fyrir óeigingjarnt starf í þágu Vatnajökulsþjóðgarðs síðustu 10 árin.