Páskar í Vatnajökulsþjóðgarði
Í ljósi gildandi samkomutakmarkana verða gestastofur Vatnajökulsþjóðgarðs lokaðar yfir páskana.
Takmarkanir hafa ekki áhrif á útivist og ferðir um þjóðgarðinn. Snyrtihús eru opin í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum. Vatnajökulsþjóðgarður hvetur landsmenn engu að síður til að fylgja tilmælum stjórnvalda um að takmarka ferðalög milli landshluta og gæta sóttvarna þegar farið er um.
Náttúra landsins er viðkvæm á vorin þegar skiptast á frost og þýða. Því er mikilvægt er að gestir haldi sig innan göngustíga og virði lokanir vega. Fyrir nánari upplýsingar um aðstæður og ástand eru uppýsingar á vefsíðum SafeTravel, Vegagerðarinnar og Veðurstofunnar.
Með hækkandi sól og fleiri bólusetningum verða vonandi aukin tækifæri til ferðalaga. Þjóðgarðurinn vekur athygli á gönguleiðakortum þar sem finna má fjölbreyttar leiðir við allra hæfi. Yfirstandandi samkomutakmarkanir geta því veitt tækifæri til að skipuleggja útivistarævintýri sumarsins.