Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Samningar um jöklagöngur og íshellaferðir fyrir 2023-2024

Samkvæmt lögum um Vatnajökulsþjóðgarð eiga allir þeir sem reka atvinnutengda starfsemi í Vatnajökulsþjóðgarði að gera samning við þjóðgarðinn þar sem sett eru skilyrði fyrir starfseminni m.a. með tilliti til verndar umhverfis og öryggis gesta. Þann 1. ágúst 2023 var auglýst eftir umsóknum um gerð samninga um íshellaferðir og jöklagöngur á Breiðamerkurjökli (vestan og austan Jökulsárlóns), Falljökli/Virkisjökli og Skeiðarárjökli.

30. október 2023

Árið 2020 var í fyrsta sinn auglýst eftir umsóknum um atvinnutengda starfsemi innan Vatnajökulsþjóðgarðs eftir að atvinnustefna þjóðgarðsins var staðfest árið 2019. Er þetta því í fjórða sinn sem auglýst er eftir slíkum umsóknum og eru samningar gerðir fyrir eitt tímabil í senn sem er frá 1. október til 30. september. Í ár er ekki ákveðinn umsóknarfrestur heldur er hægt að senda inn umsókn hvenær sem er.

Atvinnutengd starfsemi í Vatnajökulsþjóðgarði er þjónusta sem aðrir en þjóðgarðurinn sjálfur bjóða gegn þóknun innan marka þjóðgarðsins. Hefðbundin landnýting innan þjóðgarðs og starfsemi henni tengd telst ekki atvinnutengd starfsemi.

Mikið hefur safnast í reynslubanka þjóðgarðsins undanfarin ár og munu samningarnir bæta og efla umsóknarferlið og samningagerð vegna atvinnutengdrar starfsemi í þjóðgarðinum til framtíðar.

Gildandi samningar

Fyrirtæki sem hafa undirritað samninga munu birtast inná heimasíðu okkar