Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Samningur um skipulagsráðgjöf varðandi breytt deiliskipulag við Jökulsárlón

Þriðjudaginn 26. febrúar var gengið formlega frá samning við teiknistofuna Glámu-Kím varðandi skipulagsráðgjöf við breytingar á deiliskipulagi við Jökulsárlón.

26. febrúar 2019
Við undirritun samnings. Jóhannes Þórðarson, framkvæmdastjóri Glámu-Kím (t.v.) og Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs (t.h.).

Þriðjudaginn 26. febrúar var gengið formlega frá samning við teiknistofuna Glámu-Kím varðandi skipulagsráðgjöf við breytingar á deiliskipulagi við Jökulsárlón. Svæðisráð suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs leiðir breytingarnar en forsendur þeirra snúa að svæði sem nú er innan Vatnajökulsþjóðgarðs, eftir friðlýsingu jarðarinnar Fells og nærliggjandi þjóðlenda í júlí 2017. Við Jökulsárón er í gildi deiliskipulag frá árinu 2013 en frá gildistöku þess hafa orðið miklar breytingar á svæðinu, m.a. hefur fjöldi gesta sem sækir Jökulsárlón heim aukist úr 350.000 manns árið 2014 í tæplega 840.000 manns árið 2018. Vinnan við deiliskipulag fylgir lögbundu og opinberu ferli við deiliskipulagsáætlanir. Stefnt er að því að breytt deiliskipulag taki gildi á haustmánuðum.