Sigrún Birna Steinarsdóttir ráðin í starf sérfræðings
Sigrún Birna Steinarsdóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings á austurhluta suðursvæðis.
3. júní 2024
Sigrún Birna Steinarsdóttir
Sigrún Birna Steinarsdóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings á austurhluta suðursvæðis og verður með starfsaðstöðu á Höfn. Hún mun hefja störf 1. júlí næstkomandi og verður til að byrja með í 50% starfi.
Sigrún Birna er með BSc í landfræði frá Háskóla Íslands og landvarðaréttindi.
Sigrún starfaði sem landvörður á Suðursvæði 2019-2020. Auk þess hefur hún starfað sem verkefnastjóri við gagnaöflun hjá Háskóla Íslands og leiðbeinandi á leikskóla.
Sigrún Birna er í sambúð með Herði Alexander og eiga þau saman einn son.
Við bjóðum Sigrúnu Birnu hjartanlega velkomna aftur til starfa.