Sjálfboðaliðar tína rusl á Jökulsárlóni
Sjálfboðaliðar frá Kína á vegum EASIN mættu til leiks síðasta fimmtudag til að tína rusl á Jökulsárlóni. Þátttakendur fengu kynningu á Vatnajökulsþjóðgarði og starfinu á Jökulsárlóni í Skúmaskoti, húsnæði landvarða á Breiðamerkursandifrá Hlyni yfirlandverði áður en hafist var handa.
Hópurinn tíndi rusl á fjórum svæðum þar sem mest á mæðir og komu til baka með 2,21 kg af rusli. En landverðir á svæðinu hafa undanfarið vigtað sérstaklega allt rusl sem þeir tína af jörðinni og er áhugavert að sjá tölurnar hér fyrir neðan. En sú góða hugmynd kom frá Courtney Brooks landverði.
Mánuður Kg af tíndu rusli
Október 11 kg
Nóvember 13,8 kg
Desember 21,5 kg
Við þökkum EASIN hópnum kærlega fyrir samveruna og ruslatínsluna!