Vatnajökulsþjóðgarður heyrir nú undir Náttúruverndarstofnun. Heimasíða stofnunarinnar er í vinnslu. Lesa meira

Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Skólahópur Víkurskóla í Mýrdal í Skaftafelli

Mánudaginn 25. maí fékk Skaftafell heimsókn frá Víkurskóla í Mýrdal.

26. maí 2020

Eyrún yfirlandvörður og Sigrún fræðslulandvörður tóku á mót hópnum og sögðu frá Skaftafelli, Vatnajökulsþjóðgarði og Heimsminjaskrá Unesco. Hópurinn fór svo í göngu um Skaftafell og fékk fræðslu um það sem fyrir augu bar eins og Vatnajökul og jökla almennt, jökulár, birki og bergganga. Gengið var upp að Hundafossi og að Svartafossi og tilbaka hjá Lambhaga. Á leiðinni sáust rjúpur og meira að segja glókollur sem er minnsti fugl Íslands og því ekki hlaupið að því að koma auga á hann.

Myndirnar eru birtar með leyfi skólans og foreldra.

Hópurinn hlustar prúður á Eyrúnu við Skaftafellsstofu.

Starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs þakkar kærlega fyrir heimsóknina og við minnum skólastjórnendur á að hafa samband, við tökum á móti hópum með ánægju.

Nánari upplýsingar um skólahópa má finna hér