Stefnumótun Vatnajökulsþjóðgarðs - leiðandi í sjálfbærni
Á síðasta degi vetrar, þann 21. apríl nk. ætlum við hjá Vatnajökulsþjóðgarði að vera með beint streymi á Teams og kynna nýja stefnumótun þjóðgarðsins.
15. apríl 2021
Streymið hefst kl. 10:00 og mun Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, opna streymið.
Hægt er að komast inn á streymið án þess að vera með Teams forrit. Þá er best að nota vafrana Chrome, Firefox eða Edge.
Dagskrá streymisins:
- Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra
- Auður H. Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs, kynnir nýju stefnuna og hvernig hún var unnin
- Starfsfólk kynnir fjögur meginmarkmið stefnunnar:
undefinedundefinedundefinedundefined
Ragnheiður Björgvinsdóttir, mannauðsstjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, mun stýra streyminu.
Stefnan var unnin í samvinnu starfsmanna og stjórnar þjóðgarðsins undir leiðsögn KPMG.
Hlökkum til að sjá sem flest!