Beint í efni

Steingrímur Jónsson ráðinn í starf sérfræðings framkvæmda- og viðhaldsmála

Steingrímur Jónsson hefur verið ráðinn sem sérfræðingur framkvæmda- og viðhaldsmála á fjármála- og framkvæmdasviði Vatnajökulsþjóðgarðs. Hann hóf störf þann 12. ágúst síðastliðinn og er með aðstöðu í Fellabæ.

26. september 2024
Steingrímur Jónsson

Steingrímur er húsamíðameistari, með BS gráðu í byggingarfræði frá VIA UC í Danmörku.

Steingrímur kemur úr sambærilegu starfi hjá Sveitafélaginu Múlaþingi sem verkefnastjóri framkvæmdamála og starfaði þar frá 2021-2024.

Hann starfaði sem verkefna- og byggingarstjóri í Danmörku frá 2017-2021. Hann hefur frá árinu 1997 komið að fjölmörgum verkefnum tengdum byggingargeiranum.

Eiginkona Steingríms er Hrönn Helgadóttir og eiga þau 3 börn.

Við bjóðum Steingrím hjartanlega velkominn til starfa!