Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Stjórn og svæðisráð í Snæfelli

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur það fyrir reglu að funda á svæðum þjóðgarðsins á hverju ári. Vorin og haustin eru gjarnan nýtt fyrir þessa fundi enda veður og færð gjarnan ákjósanlegra á þeim árstíma en yfir veturinn. Í ár sótti stjórnin austursvæði þjóðgarðsins heim dagana 22. og 23. ágúst

5. september 2022

Fyrri daginn var varið í vettvangsferð um svæðið og komið við í Stuðlagili, Sænautaseli, við Hafrahvammagljúfur og í Snæfelli hvar einnig var gist yfir nóttina. Seinni daginn var svo nýttur til fundarhalda með svæðisráði og starfsmönnum austursvæðis sem og sveitarstjórnarfólki á svæðinu. Veðurblíða einkenndi báða dagana sem fólk og náttúra naut góðs af.

Starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs er umfangsmikil og landsvæðið víðfemt og fjölbreytt. Heimsóknir stjórnar þjóðgarðsins á svæðin eru því dýrmætur liður í að tengja saman fólk, svæði og þetta stóra og margþætta verkefni sem felst í tilvist þjóðgarðsins.

Fleiri myndir úr ferðinni má nálgast hér á facebook síðu þjóðgarðsins.

Upplýsingar um stjórn og fundargerðir má nálgast hér á vefsíðunni.