Stjórn samþykkir tillögu að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Breiðamerkursand
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs samþykkti á fundi sínum þann 17. maí síðastliðinn framlagða tillögu svæðisráðs suðursvæðis að viðauka stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Breiðamerkursand.
Tillagan hefur farið í umsagnaferli og hefur svæðisráð suðursvæðis unnið úr ábendingum sem bárust. Stjórn lagði til að tillagan verði send umhverfis- og auðlindaráðherra til staðfestingar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda skv. lögum um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007.
Vinnan við gerð stjórnunar- og verndaráætlunarinnar hófst í upphafi árs 2019. Samkvæmt lögum þjóðgarðsins ber svæðisráðum að koma með tillögur að stjórnunar- og verndaráætlunum. Svæðisráð suðursvæðis fékk ráðgjafa frá Nýheimum Þekkingarsetri á Höfn, Rannsóknarsetri HÍ á Höfn og Náttúrustofu Suðausturlands til liðs við sig. Mikil vinna hefur átt sér stað á undanförnum tveimur árum á vegum ráðgjafahópsins, í samvinnu við starfsmenn þjóðgarðsins, svæðisráð og hagsmunaaðila.
Ýttu hér til að skoða stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Breiðamerkursand