Beint í efni

Stjórnarfundur á suðursvæði 22. - 23. mars

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs kom saman til fundar á suðursvæði dagana 22. -23. mars. Fundurinn var haldinn á Hótel Freysnesi.

24. mars 2021
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs ásamt framkvæmdastjóra þjóðgarðsins fyrir framan Sel í Skaftafelli. Mynd: Ingibjörg Smáradóttir. Frá vinstri: Magnús Guðmundsson, Matthildur Ásmundardóttir, Anna Dóra Sæþórsdóttir, Snorri Ingimarsson, Vilhjálmur Árnason, Jóhann Frímann Þórhallsson, Auður H. Ingólfsdóttir, Ágúst Elvarsson, Sævar Þór Halldórsson, Anton Freyr Birgisson og Árni Pétur Hilmarsson.

Fyrri daginn var hefðbundinn stjórnarfundur ásamt því sem farið var í vettvangsferð um Skaftafell í tengslum við yfirstandandi vinnu við mótun framtíðarsýnar fyrir svæðið. Stýrihópur verkefnisins, samsettur af starfsmönnum þjóðgarðsins og starfsmanni frá fyrirtækinu Alta ráðgjöf leiddi vettvangsferðina. Seinni daginn var svo fundað með stýrihóp og svæðisráði suðursvæðis um framtíðarsýn og skipulagsmál Skaftafells.

Fundarmenn í stjórn þjóðgarðsins koma víða að af landinu og fjarfundir eru því algengasta fyrirkomulag stjórnarfunda. Stjórnin setur sér hins vegar það markmið að halda a.m.k. fjóra staðfundi á hverju ári, einn á hverju rekstrarsvæði þjóðgarðsins. Fyrirhugað var að halda fund á suðursvæðinu í maí en í ljósi þeirrar vinnu sem nú er í gangi við mótun framtíðarsýnar fyrir Skaftafell var fundurinn færður fram í mars.