Vatnajökulsþjóðgarður heyrir nú undir Náttúruverndarstofnun. Heimasíða stofnunarinnar er í vinnslu. Lesa meira

Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Sumarstörf í Vatnajökulsþjóðgarði

Hvernig hljómar sumar í náttúru Íslands?
Náttúruverndarstofnun auglýsir nú fjölbreytt störf landvarða og þjónustufulltrúa laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 17. febrúar 2025.

4. febrúar 2025

Náttúruverndarstofnun leitar að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að ganga til liðs við frábæran hóp landvarða og þjónusutfulltrúa sem starfa á friðlýstum svæðum og í þjóðgörðum víðs vegar um landið. Auglýst er eftir landvörðum á láglendi og hálendi í sumarstörf ásamt þjónustufulltrúum í fjölbreytt störf í gestastofum og á tjaldsvæðum.

Náttúruverndarstofnun tók til starfa þann 1. janúar 2025 og tekur stofnunin við starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs og þeim hluta Umhverfisstofnunar er lýtur að náttúruvernd og lífríkis- og veiðistjórnun. Stofnunin fer með stjórnsýslu, eftirlit og önnur verkefni á sviði náttúruverndar, sjálfbærrar þróunar og friðlýstra svæða, vernd villtra fugla og spendýra og veiðistjórnunar. Þá sinnir stofnunin samhæfingu í skipulagi svæðisbundinnar stjórnunar og verndar og eftirliti á ofangreindum sviðum.

Nánari upplýsingar um störfin má finna hér: — Nattura