Beint í efni

Sumarstörf í Vatnajökulsþjóðgarði

Sumarstörf í Vatnajökulsþjóðgarði fyrir 2023 auglýst

7. febrúar 2023

Við leitum að landvörðum, verkafólki og þjónustufulltrúum í fjölbreytt sumarstörf þjóðgarðsins víða um landið. Að staðaldri starfa rúmlega 30 manns hjá þjóðgarðinum en yfir sumartímann fer starfsmannafjöldi yfir 100. Meginstarfsstöðvar eru Ásbyrgi, Mývatnssveit, Skriðuklaustur/Fellabær, Höfn í Hornafirði, Skaftafell og Kirkjubæjarklaustur. Krafturinn á bak við þjóðgarðinn liggur ekki einungis í einstakri náttúru, heldur einnig í kröftugu og ánægðu starfsfólki.

Sumarstörf við landvörslu

Upplifðu Vatnajökulsþjóðgarð á einstakan hátt.

Í Vatnajökulsþjóðgarði starfar fjölbreyttur hópur af fólki um allt land. Landvarsla er mikilvægur hlekkur í starfi þjóðgarðsins og sinna landverðir eftirliti innan hans og á friðlýstum svæðum. Störf landvarða eru fjölbreytt og felast meðal annars í daglegu eftirlit innan þjóðgarðsins og á friðlýstum svæðum. Verkefnin eru með ólíkum áherslum eftir starfsstöðvum en eiga það sameiginlegt að vera skemmtileg og lífleg.

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á STARFATORGI

Þjónustufulltrúar í sumarstörf í Skaftafelli og Ásbyrgi

Upplifðu náttúruperlurnar Skaftafell og Ásbyrgi á einstakan hátt.

Vatnajökulsþjóðgarður leitar að jákvæðum og hjálpsömum einstaklingum með áhuga á umhverfismálum til fjölbreyttra starfa í gestastofum og á tjaldsvæðum þjóðgarðsins í sumar.

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á STARFATORGI

Verkamenn í sumarstörf í Skaftafelli

Upplifðu Skaftafell á einstakan hátt.

Vatnajökulsþjóðgarður leitar að sjálfstæðum og útsjónarsömum einstaklingum til að sinna viðhaldi og umhirðu í Skaftafelli.

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á STARFATORGI