Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Sumarstörf í Vatnajökulsþjóðgarði

Fjölbreytt sumarstörf í Vatnajökulsþjóðgarði eru laus til umsóknar og er umsóknarfrestur til og með 4.apríl 2022. Auglýst er eftir landvörðum, þjónustufulltrúum og verkamönnum. Hjá Vatnajökulsþjóðgarði starfar samheldinn hópur starfsmanna með fjölbreytta reynslu, sem sinnir margvíslegum verkefnum tengdum náttúruvernd og þjónustu við gesti þjóðgarðsins. Að staðaldri starfa rúmlega 30 manns hjá þjóðgarðinum en yfir sumartímann fer starfsmannafjöldi yfir 100.

26. mars 2022

Starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs er dreifð og skiptist garðurinn í fjögur rekstrarsvæði. Svæðin eru kennd við höfuðáttirnar og á hverju svæði er þjóðgarðsvörður sem annast daglegan rekstur. Norður- og suðursvæði skiptast bæði í tvo hluta og á þeim svæðum eru tveir þjóðgarðsverðir. Meginstarfsstöðvar eru Ásbyrgi, Mývatnssveit, Skriðuklaustur/Fellabær, Höfn í Hornafirði, Skaftafell og Kirkjubæjarklaustur auk miðlægrar skrifstofu í Urriðaholti í Garðabæ. Krafturinn á bak við þjóðgarðinn liggur ekki einungis í einstakri náttúru, heldur einnig í kröftugu og ánægðu starfsfólki.

Gestastofur þjóðgarðsins eru fimm: Gljúfrastofa í Ásbyrgi, Snæfellsstofa á Skriðuklaustri, Gamlabúð á Höfn í Hornafirði, Skaftafellsstofa í Skaftafelli og Skaftárstofa á Kirkjubæjarklaustri. Yfir sumartímann teygir starfsemi þjóðgarðsins sig vítt og breitt um garðinn en á veturna, þegar aðstæður á hálendinu versna, einskorðast hún við færri staði.

Allar upplýsingar um sumarstörfin er að finna hér:

LAUS STÖRF