Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Tilkynning um niðurfellingu fjöldatakmarkana í íshella 2020 - 2021

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs ákvað á 151. fundi stjórnar, samkvæmt tillögu svæðisráðs suðursvæðis, að fella nú þegar niður fjöldatakmarkanir í samningum sem gerðir voru við fyrirtæki í atvinnutengdri starfsemi í íshellaferðir og jöklagöngur veturinn 2020 – 2021. Að

20. janúar 2021

Íshellir í Breiðamerkurjökli, mynd: Hlynur Þráinn Sigurjónsson

Sumarið 2020 hóf Vatnajökulsþjóðgarður innleiðingu atvinnustefnu þjóðgarðsins. Fyrsta skrefið í þeirri vinnu var að auglýsa og gera samninga við fyrirtæki sem bjóða upp á ferðir í jöklagöngur og íshella á suðursvæði þjóðgarðsins. Voru slíkar ferðir flokkaðar sem takmörkuð gæði, enda íshellar oft litlir og þröngir þar sem gæta þarf að öryggi gesta og starfsmanna. Svæðisráð suðursvæðis lagði til, eftir töluverðar umræður, greiningu teljaragagna, greiningu á dagsbirtu yfir tímabilið, auk upplýsinga frá rekstraraðilum íshellaferða, að takmarka aðgengi í íshella og jöklagöngur og var það samþykkt af stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs. Eftir auglýsingu frá Vatnajökulsþjóðgarði var 26 fyrirtækjum úthlutað daglegum sætum samkvæmt samningi um atvinnutengda starfsemi í íshellaferðum og jöklagöngum veturinn 2020 – 2021.

Nú er orðið ljóst að sóttvarnarráðstafanir stjórnvalda muni hafa mikil áhrif á ferðaþjónustu árið 2021 og litlar líkur á veruleg aukning verði á gestakomum ferðamanna til Íslands fyrr en árið 2022 miðað við þróun mála og áætlanir um bólusetningar.

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs ákvað á 151. fundi stjórnar, samkvæmt tillögu svæðisráðs suðursvæðis, að fella nú þegar niður fjöldatakmarkanir í samningum sem gerðir voru við fyrirtæki í atvinnutengdri starfsemi í íshellaferðir og jöklagöngur veturinn 2020 – 2021. Að öðru leyti gilda áðurnefndir samningar um atvinnutengda starfsemi.