Umsækjendur um stöðu framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs
Þann 12. ágúst síðastliðinn auglýsti stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs eftir umsóknum í stöðu framkvæmdastjóra. Umsóknarfrestur rann út 2. september. Samkvæmt lögum um Vatnajökulsþjóðgarð er það eitt af hlutverkum stjórnar þjóðgarðsins að gera tillögu til ráðherra að skipan framkvæmdastjóra. Auglýsing stöðunnar og úrvinnsla umsókna er því á ábyrgð stjórnar, sem nýtur stuðnings ráðgjafa frá Hagvangi.
Alls sóttu 8 um stöðuna og eru þeir eftirfarandi:
Davíð Arnar Stefánsson - Sérfræðingur
Ingibjörg Halldórsdóttir - Settur framkvæmdastjóri
Matthildur Ásmundardóttir - Fv. bæjarstjóri
Ólafur Karl Eyjólfsson - Lögmaður
Ólafur Ólafsson - Deildarstjóri
Ólafur Valsson - Framkvæmdastjóri
Páll Línberg Sigurðsson - Framkvæmdastjóri
Sigurjón Þórðarson - Mannauðssérfræðingur