Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Útboð á rekstri veitingasölu í Skaftafelli

Ríkiskaup fyrir hönd Vatnajökulsþjóðgarðs, óskar eftir rekstraraðila til að taka að sér leigu á húsnæði, aðstöðu og búnaði til reksturs og umsjónar veitingasölu fyrir Vatnajökulsþjóðgarð í Skaftafelli samkvæmt útboðsgögnum sem finna má á Tendsign.is

8. apríl 2022

Árið 2002 opnaði gestastofa í Skaftafelli. Fyrst um sinn var húsið bara eitt rými með sýningu en frá árinu 2011 hefur verslunar- og síðan veitingarekstur aukist jafn og þétt. Ný og stækkuð aðstaða fyrir veitingasöluna var tekin í notkun árið 2015.

Ákveðið hefur verið að útvista veitingarekstrinum, bjóða hann út til einkaaðila sem skal annast veitingarekstur í Skaftafelli á eigin kennitölu og bera ábyrgð á honum. Hægt er að sjá auglýsinguna inná útboðsvef Ríkiskaupa.

Tilboð þurfa að berast eigi síðar en föstudaginn 22. apríl 2022 klukkan 11:00. Allar nánari upplýsingar um ferlið og kröfur sem bjóðandi verður að uppfylla er að finna gjaldfrjálst í útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign.

Leiðbeiningar um skráningu og skil á tilboðum er hægt að nálgast á heimasíðu Ríkiskaupa. Sjá nánar hér.