Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Útboð innheimtukerfis þjónustugjalda

Innheimtukerfi fyrir þjónustugjöld Vatnajökulsþjóðgarðs er nú í útboðsferli. Um er að ræða upplýsingakerfi, rekstur þess og ýmsa þjónustu er lýtur að innheimtu þjónustugjalda vegna aðgangs gesta að bifreiðastæðum og öðrum gjöldum í Skaftafelli.

29. janúar 2019

Innheimtukerfi fyrir þjónustugjöld Vatnajökulsþjóðgarðs er nú í útboðsferli. Um er að ræða upplýsingakerfi, rekstur þess og ýmsa þjónustu er lýtur að innheimtu þjónustugjalda vegna aðgangs gesta að bifreiðastæðum og öðrum gjöldum í Skaftafelli.

Leitað er eftir nútímalegum lausnum er byggja á snjalltækni og snjalltækjum og lágmarka þannig aðkomu mannlegra þátta við rekstur einfalds og skýrs innheimtukerfis. Gert er ráð fyrir að hið nýja kerfi verði sérsmíðað að hluta eða að öllu leyti. Bjóða skal í útfærslu/staðfærslu kerfisins og rekstur þess í samræmi við kröfu‐ og þarfalýsingu.

Samið verður við einn aðila um þau viðskipti sem hér er lýst.

NÁNAR Á VEF RÍKISKAUPA