Laus störf: Þjónustufulltrúar í sumarstörf í Skaftafelli
Vatnajökulsþjóðgarður leitar að jákvæðum og hjálpsömum einstaklingum með áhuga á umhverfismálum til fjölbreyttra starfa í gestastofu og á tjaldsvæði í Skaftafelli í sumar.

Upplifðu náttúruperluna Skaftafell á einstakan hátt. Hjá Vatnajökulsþjóðgarði starfar samheldinn hópur starfsmanna með fjölbreytta reynslu, sem sinnir margvíslegum verkefnum tengdum náttúruvernd og þjónustu við gesti þjóðgarðsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
Helstu verkefni þjónustufulltrúa eru afgreiðsla og upplýsingagjöf í gestastofu, afgreiðsla og umhirða á tjaldsvæði, ræstingar, létt viðhald á gönguleiðum og nærumhverfi ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Auglýst er eftir þjónustufulltrúum til starfa í Skaftafelli.
Umsóknarfrestur er til og með 02.04.2024