Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Vatnajökulsþjóðgarður tekur þátt í samstarfsverkefni um vöktun náttúruverndarsvæða

Í byrjun febrúar tók starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs frá hverju rekstarsvæði þátt í vinnustofu verkefnisins Vöktun náttúruverndarsvæða. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið á frumkvæði að verkefninu og er verkefnisstjóri þess Rannveig Anna Guicharnaud hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

17. febrúar 2020

Vinnustofan fór fram í húsnæði Náttúrufræðistofnunar Íslands þann 4.-5. febrúar en þar eru einnig skrifstofur Vatnajökulsþjóðgarðs. Markmið vinnustofunnar var að leiða saman fulltrúa allra þeirra stofnana sem koma að verkefninu til að vinna heildstæða vöktunaráætlun. Með verkefninu er áhersla lögð á að vakta áhrif mannsins á vistgerðir, fugla, plöntur, spendýr og jarðminjar.

Þær stofnanir sem vinna saman að verkefninu eru Náttúrufræðistofnun Íslands, náttúrustofur landsins, Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarður, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull.