Vatnajökulsþjóðgarður er Fyrirmyndarstofnun árið 2024
Niðurstöður í vali á Stofnun ársins voru tilkynnt á hátíð Sameykis þann 13. febrúar síðastliðinn.

Könnunin ,,Stofnun ársins'' er víðamikil könnun á starfsumhverfi. Tilgangur hennar er að styrkja starfsumhverfi starfsfólks í opinberri þjónustu.
Vatnajökulsþjóðgarður hlaut viðurkenningu sem Fyrirmyndarstofnun fyrir árið 2024, en í hverjum stærðarflokki hljóta fimm efstu stofnanirnar það sæmdarheiti. Vatnajökulsþjóðgarður lenti í 4. sæti í flokki stórra stofnanna.
Árið 2023 lenti Vatnajökulsþjóðgarður í 11. sæti í flokki meðalstórra stofnanna og er þetta því heilmikil bæting milli ára.
Starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs er gríðarlega stolt af þessum árangri og hlakkar til að halda áfram sömu vegferð í Náttúruverndarstofnun.