Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Vatnajökulsþjóðgarður tók á móti skólahóp á vegum Nordplus

Í síðustu viku tóku Vatnajökulsþjóðgarður og Katla jarðvangur á móti nemendum og kennurum frá skólum í Vaala í Finnlandi, Brønnoysund í Noregi og Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu. Auk þeirra voru samstarfsaðilar frá jarðvöngunum Rokua í Finnlandi og Trollfjell í Noregi með í för.

11. apríl 2022

Þema heimsóknar þeirra var Heimsmarkmið 8; Góð atvinna og hagvöxtur með sérstakri áherslu á sjálfbæra ferðaþjónustu. Nemendur áttu að kynna sér starfsemi og stefnu fyrirtækja, áherslur þeirra á sjálfbærni, atvinnusköpun og hvernig unnið er með staðbundnar auðlindir eins og til dæmis náttúru, sögu, menningu og framleiðsluvörur.

Fyrsta daginn heimsóttu gestirnir jarðvanga og ferðaþjónustufyrirtæki í kringum Hvolsvöll og Vík í Mýrdal. Þau fengu kynningar á jarðvanginum og skoðuðu ferðaþjónustufyrirtæki og áhugaverða staði á leiðinni.

Á öðrum degi var farið frá Vík til Hafnar í Hornafirði. Á leiðinni komu þau við hjá nokkrum fyrirtækjum á svæðinu. Nemendum var skipt í þrjá hópa og hver hópur heimsótti mismunandi fyrirtæki og stofnanir á svæðinu, þar á meðal í Skaftárstofu. Í Skaftárstofu fengu nemendur kynningu frá Fanneyju Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsverði á vestursvæði, á þjóðgarðinum. Einnig fóru þau í jarðfræðileik fyrir utan gestastofuna og svo gafst gott tækifæri á að spjalla um verkefnið þeirra um sjálfbæra ferðaþjónustu. Leið þeirra lá síðan á Höfn en stoppað var á einum stað á leiðinni og fengu þau kynningu frá fyrirtæki sem sérhæfir sig í jöklaleiðsögn.

Á Höfn unnu nemendur úr þeim upplýsingunum sem þau höfðu safnað á ferð sinni og útbjuggu veggspjöld og kynningu. Þau skoðuðu Stokksnes og Almannaskarð og fengu fræðslu um Vatnajökulsþjóðgarð í Gömlubúð, þar tók Steinunn Hödd þjóðgarðsvörður á móti þeim og kynnti fyrir þeim fyrir suðursvæði þjóðgarðsins og starfsemina í Gömlubúð.

Það er ánægjulegt að eiga í góðu samstarfi við skóla víðsvegar að úr heiminum og alltaf gaman að fá fjölbreytta hópa í heimsókn.

Fyrsta daginn heimsóttu gestirnir jarðvanga og ferðaþjónustufyrirtæki í kringum Hvolsvöll og Vík í Mýrdal. Þau fengu kynningar á jarðvanginum og skoðuðu ferðaþjónustufyrirtæki og áhugaverða staði á leiðinni.

Á öðrum degi var farið frá Vík til Hafnar í Hornafirði. Á leiðinni komu þau við hjá nokkrum fyrirtækjum á svæðinu. Nemendum var skipt í þrjá hópa og hver hópur heimsótti mismunandi fyrirtæki og stofnanir á svæðinu, þar á meðal í Skaftárstofu. Í Skaftárstofu fengu nemendur kynningu frá Fanneyju Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsverði á vestursvæði, á þjóðgarðinum. Einnig fóru þau í jarðfræðileik fyrir utan gestastofuna og svo gafst gott tækifæri á að spjalla um verkefnið þeirra um sjálfbæra ferðaþjónustu. Leið þeirra lá síðan á Höfn en stoppað var á einum stað á leiðinni og fengu þau kynningu frá fyrirtæki sem sérhæfir sig í jöklaleiðsögn.

Á Höfn unnu nemendur úr þeim upplýsingunum sem þau höfðu safnað á ferð sinni og útbjuggu veggspjöld og kynningu. Þau skoðuðu Stokksnes og Almannaskarð og fengu fræðslu um Vatnajökulsþjóðgarð í Gömlubúð, þar tók Steinunn Hödd þjóðgarðsvörður á móti þeim og kynnti fyrir þeim fyrir suðursvæði þjóðgarðsins og starfsemina í Gömlubúð.

Það er ánægjulegt að eiga í góðu samstarfi við skóla víðsvegar að úr heiminum og alltaf gaman að fá fjölbreytta hópa í heimsókn.

Lestu um Heimsmarkmiðin hér.