Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Vatnajökulsþjóðgarður yfir páskana 2020

Afgreiðslutími í gestastofum og skrifstofum Vatnajökulsþjóðgarðs yfir hátíðarnar.

8. apríl 2020

Afgreiðslutími í gestastofum yfir páska:

  • Gljúfrastofa: Lokuð frá 9.-14. apríl en verður svo opin alla virka daga út apríl frá kl: 11-15.
  • Skaftafellsstofa: Opið frá kl: 11-16.

Aðrar gestastofur og skrifstofur þjóðgarðsins eru lokaðar yfir páska og þann tíma sem samkomubann er í gildi:

  • Gamlabúð á Höfn
  • Einhleypingi 1, Fellabæ, 700 Egilsstaðir
  • Skaftárstofa, gestastofa Kirkjubæjarklaustri
  • Snæfellsstofa á Skriðuklaustri
  • Urriðaholtsstræti 6-8, 210 Garðabær

Starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs óskar landsmönnum gleðilegra páska. Við erum öll Almannavarnir og verum því heima yfir páskana og ferðumst ekki innanlands. Náttúruvernd er langhlaup og starfsfólk þjóðgarðsins einbeitir sér nú að því að aðlaga verkefni að breyttum aðstæðum og nýta tímann til þarfra verkefna eins og viðhalds og uppbyggingar. Við hlökkum til að taka á móti gestum um leið og mælt er með ferðalögum innanlands og náttúran leyfir.