Vefur Vatnajökulsþjóðgarðs tilnefndur til þriggja verðlauna á SVEF 2024
Vefur Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið tilnefndur til þriggja verðlauna á íslensku vefverðlaununum 2024.
Vefur Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið tilnefndur til þriggja verðlauna á íslensku vefverðlaununum árið 2024 sem verða afhent þann 15. mars í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Mikil vinna fór í að endurnýja vefinn á síðustu árum og var hann formlega opnaður í apríl 2023. Markmiðið með nýjum vef Vatnajökulsþjóðgarðs er að leyfa stórbrotinni náttúru að skína í gegn og hrífa notendur með sér og sýna hvað þjóðgarðurinn hefur upp á að bjóða ásamt því að gera upplýsingar og gögn um þjóðgarðinn aðgengilegar á stafrænu formi.
Tilnefningarnar eru:
- Upplýsingavefur fyrir Vatnajökulsþjóðgarð í flokknum Efnis- og fréttaveita ársins
- Upplýsingavefur fyrir Vatnajökulsþjóðgarð í flokknum Opinber vefur
- Upplýsingavefur fyrir Vatnajökulsþjóðgarð í flokknum Samfélagsvefur
Fimmtíu verkefni eru tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna fyrir árið 2023. Verðlaunin verða veitt í 11 flokkum, en fjöldi flokkanna endurspeglar breidd þeirra verkefna sem vefiðnaðurinn á Íslandi kemur að. Einnig verða veitt í fyrsta sinn heiðursverðlaun en eru þau veitt þeim verkefnum sem dómnefnd telur hafa skarað fram.