Veiðar á austursvæði – breytingar á Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs
Tillögur að breytingu á stjórnunar- og verndaráætlun.
Framlagða tillögu að breytingu á stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs og upplýsingar um aðdraganda hennar má nálgast hér.
Opinn kynningarfundur um tillöguna verður haldinn í fjarfundi, þriðjudaginn 31. maí n.k. kl. 16.30. Á fundinum verður auk forsögu málsins, kynning á sjálfri breytingatillögunni, vöktunaráætlun, fræðslustarfi og viljayfirlýsingu þjóðgarðsins við FLH (Félag leiðsögumanna með hreindýraveiðum) sem fylgja breytingunni. Hlekk á fundinn er að finna hér (virkjast fimmtán mínútum fyrir fundartíma): https://eu01web.zoom.us/my/hannakata
Tillagan er til umsagnar fram til 13. júní og skal umsögnum skilað hér:
Umsagnir
Nánari upplýsingar hjá Stefáni; stefan.f.jokulsson(hjá)vjp.is eða í síma 575-8400