Beint í efni

Vel heppnaðir menningarminjadagar í Skaftafelli

Menningarminjadagskráin í Skaftafelli heppnaðist afar vel. Landverðir voru með fræðslugöngu upp í Sel fyrir nærsveitunga og aðra gesti þjóðgarðsins.

9. september 2019

Menningarminjadagskráin í Skaftafelli heppnaðist afar vel. Landverðir voru með fræðslugöngu upp í Sel fyrir nærsveitunga og aðra gesti þjóðgarðsins. Gestir tóku virkan þátt í fræðslunni og það var gaman að hlusta á þegar þeir miðluðu sinni reynslu, sumir þeirra höfðu kynnst Skaftafelli áður en þar var stofnaður þjóðgarður og tekið þátt í lífi og störfum þar. Eftir gönguna upp brekkurnar var byrjað á að fá sér hressingu, það var auðvitað fastur liður í gamla daga að næra gesti með veitingum.

Það var tekið hressilega undir í söngnum og hlustað af athygli á upplestur í Seli og fræðslu í gönguferðinni upp.

Mætingin fór fram úr björtustu vonum en samkvæmt tölum hagstofunnar má áætla að 6,5 % Öræfinga hafi mætt á viðburðinn.

Hressing við Sel

Fræðsla á leiðinni upp í Sel

Söngur í Seli